![](https://images.squarespace-cdn.com/content/v1/65a6e895511e5c4d6755344d/a31cfa8f-fa0d-4993-8e44-96d1b2c9acb8/2.png)
Vertu fyrsti lesandinn
Forsala fyrir styrktaraðila er hafin!
"Styrkleikar í hjarta og huga.
Ævintýri Dóra litla og Konstantíns"
Komdu með í töfrandi heim þar sem vinátta, sjálfsþekking og styrkleikar eru í fyrirrúmi! Í þessari hjartnæmu og uppbyggjandi barnabókaseríu fylgjum við Dóra litla og galdrabangsanum Konstantín á ævintýraferð þar sem þau takast á við áskoranir eins og hvatvísi, sjálfsmynd og samskipti.
Fyrsta bókin, "Stormurinn í huganum og galdrabangsinn," kynnir okkur fyrir Dóra, dreng með líflegan huga og óendanlegan forvitni. Þegar hann hittir Konstantín, lifandi viskubangsa sem afi hans gaf honum, breytist allt – hann lærir að skilja hugann sinn og finna styrkleika sína.
Í næstu bókum kynnumst við nýjum persónum, eins og Aurora, nýrri vinkonu Dóra sem er líka með líflegan og skapandi huga. Saman kanna þau ólíkar leiðir til að vinna með ADHD, sjálfstraust og samskipti, allt á meðan þau uppgötva töfra lífsins og styrkleika vináttu.
Bækurnar eru sérstaklega hugsaðar fyrir börn á aldrinum 6–10 ára og fjölskyldur þeirra, með áherslu á að efla sjálfsmynd, skilja eigin hugsanir og byggja upp jákvæð samskipti. Þetta er ekki bara bók – þetta er ferðalag í átt að betra lífi fyrir börn og fjölskyldur þeirra.
A.T.H. Allar myndir eru gerðar með gervigreind, og eru eingöngu til að gefa hugmynd, ég er að leita að listamanneskju til að vinna með mér myndefni bókarnir.
Styrkleikar í hjarta og huga:
Ævintýri Dóra litla og Konstantíns
"Í hverjum stormi leynast styrkleikar. Þú þarft bara að finna þá."
Fylgstu með og tryggðu þér eitt af fyrstu eintökunum.
útgáfa bókarinar er maí 2025!
-
Þrjár persónulega áritaðar bækur.
Rafræna útgáfu af bókinni.
Nafn þitt í þakkarlista bókarinnar.
Plakat með Dóra og konstantín
Boð í útgáfuhóf.
-
Tvær persónulega áritaðar bækur.
Rafræna útgáfu af bókinni.
Nafn þitt í þakkarlista bókarinnar.
-
Tvær bækur (ein árituð).
Rafræna útgáfu af bókinni.
Nafn þitt í þakkarlista bókarinnar.
-
Ein persónulega árituð bók.
Rafræna útgáfu af bókinni.
Nafn þitt í þakkarlista bókarinnar.
-
Ein árituð bók
-
Rafræna útgáfu af bókinni.
Hvað ertu að styrkja?
Með því að styðja útgáfu bókarinnar „Styrkleikar í hjarta og huga – Ævintýri Dóra litla og Konstantíns“, ertu að leggja þitt af mörkum til að:
✨ Veita börnum rödd og von. Bækurnar hjálpa börnum að skilja hugann sinn, sérstaklega þeim sem finna sig í stormi óreiðunnar, eins og Dóri litli.
✨ Byggja upp sjálfstraust og styrk. Börnin læra að sjá sig ekki sem „vandamál“ heldur sem einstaka og kraftmikla einstaklinga með mikla hæfileika.
✨ Tengja fjölskyldur betur saman. Með smáverkefnum og leiðbeiningum í bókunum fá foreldrar og börn verkfæri til að ræða saman um tilfinningar og áskoranir á opinn og kærleiksríkan hátt.
✨ Færa börnum andlegan stuðning. Sögurnar og persónurnar, eins og Konstantín, hjálpa börnum að finna hlýju og vináttu, jafnvel þegar lífið reynist erfitt.
✨ Skapa nýja sýn á ADHD. Bækurnar sýna að ADHD er ekki veikleiki, heldur einstakur eiginleiki sem getur orðið að styrk ef við lærum að skilja hann.
💡 Af hverju er þetta mikilvægt? Þegar ég skrifa þessar sögur byggi ég á minni eigin reynslu, bæði sem barn með ADHD og sem fullorðinn sem hefur lært að sigra hindranir. Ég vil að börn og fjölskyldur upplifi styrk og von – og viti að þau eru ekki ein.