Mitt Hugskot Markþjálfun

Ég er Steindór Þórarinsson ICF viðurkenndur markþjálfi en starfa einng sem markaðs- og vefsíðuráðgjafi. Hjá Mitt Hugskot mun ég njóða upp á ýmis netnámskeið sem og kröftuga markþjálfun. Ég sérhæfi mig í ADHD markþjálfun til að hjálpa einstaklingum með ADHD að ná stjórn á lífi sínu og ná fullum tökum á styrkleikum sínum. Ásamt því er ég með sérstaka markþjálfun fyrir einstaklinga með skapandi huga, sem ég byggi á mikilli reynslu minni í vinnu kringum ýmis skapandi störf, m.a. með þekktu tónlistarfólki og plötusnúðum sem og nýliðum í tónlist, þegar kemur að því að koma sér á framfæri, og haldið stóra viðburði.

HVER ER ÉG?

Ég er rokkari í hjarta, með ADHD sem hægir aldrei á sér. Ég hef glímt við misnotkun á áfengi og vímuefnum, þunglyndi og áskoranir sem fylgja ADHD, en ég hef líka lifað lífi sem marga aðeins dreymir um. Ég hef upplifað marga drauma mína rætast, en mín mesta reynsla og sterkasta vopn eru áskoranir lífsins og það að vinna að því að ná draumum mínum. Sum verkefni hafa mistekist og hef ég lært meira af þeim en ævintrýrum sem gengu upp.

Faðir minn var goðsagnakenndur tímarita útgefandi á Íslandi og ég ólst upp í kringum tímaritaútgáfu og viðburðahald. Móðir mín var virtur leiðtogi í sínu fagi og ég lærði mikið af henni þegar kom að því að hugsa jákvætt. Fékk tækifæri sem barn og unglingur að upplifa margt sem fáir fengu á þeim tíma, og fékk mjög hvetjandi uppeldi og kynntist því gegnum foreldra mína að maður á að elta drauma sína og hafa trú á sjálfan sig. 

Ég upplifði það líka að sjá faðir minn missa frá sér fyrirtæki, en á ótrúlegan hátt rísa aftur. Svo ég hef fjölbreytta og sérstaka lífsreynslu.Ég hef líka séð ljóta hluti í kringum fíkniefna bransann m.a. en ég er þannig gerður og alinn upp að ég er alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum og fólk virðist opna sig fyrir mér án þess að ég reyni það einu sinni.

Frá 18 til 21 var ég að vinna í kringum fræga næturklúbba og hékk með vinum í tónlistarbransanum sem og hættulegum mönnum djúpt í undirheimunum. Ég lifði svo sannarlega “Sex, drugs and Rock & Roll”  lífsstíl, en svo náði ég botninum og fór í meðferð. Eftir það gaf mamma mér bókina "Leyndarmálið/The Secret" og líf mitt tók u-beygju. Það er mér í blóð borið að vera frumkvöðull og eftir að hafa lesið þá bók byrjaði ástríða mín fyrir markmiðasetningu og sjálfsvinnu. En bókinn var þá nýkomin út.

Ég hef gert margt í lífinu þrátt fyrir erfiðleika tengdu ADHD hjá mér. Ég hef unnið og hjálpað til við að opna útvarpsstöðvar, fræga veitingastaði og næturklúbba. Ég hef haldið stóra tónleika og klúbba viðburði. M.a. flutt til Noregs og hjálpaði til við að opna þrjá annasama og þekkta veitingastaði, þar sem ég var m.a. Yfirkokkur. Hætti því og stofnaði mitt eigið markaðs- og vefsíðufyrirtæki.

Árin 2021-2022, meðan á COVID-19 heimsfaraldri stóð, varð ég svo fyrir miklum áföllum. Ég missti nána vini vegna sjálfsvíga, bjargaði vini sem var að reyna að svipta sig lífi og vann kringum þrjá veitingastaði þar sem var mjög eitruð starfsmenning sem og gríðarlegt álag var á mér. Ég lenti í mikilli kulnun og brotnaði niður. En þá tók ég ákvörðun að taka á ADHD hjá mér og láta 19 ára draum verða að veruleika. Nýtti ég þennan djúpa botn og dal sem ég var kominn í til að spyrna mér upp aftur á eigin spýtur í maí 2023. Yndislegir vinur gáfu mér tækifæri að starfa sem matreiðslumaður í 60% starfi meðan ég vann í mér. 

Það er svo árið 2024 sem hefur svo sannarlega verið eitt af mínum bestu árum hingað til að ég er orðinn sterkari andlega en nokkru sinni fyrr. Ég er að vinna að ACC vottun (Associate Certified Coach)  frá ICF (International Coaching Federation) 

Hjá Mitt Hugskot nota ég mína lífsreynslu, menntun og þekkingu til að hjálpa öðrum eins og ég hef hjálpað sjálfum mér. Ég hef lært mikið af baráttu minni og mistökum. Ég var heppin að vera alin upp við að láta áskoranir lífsins ekki draga mig niður, heldur eiga nýta þær,  og reyna alltaf að læra af þeim. Þess vegna finnst mér gaman að hjálpa fólki að líta í eigin barm og vera besta útgáfan af sjálfu sér.

Sama hvað, ég held alltaf áfram vegna sterkrar hæfni minnar til að nota markmiðasetningu og hafa skýra sýn á markmiðin mín. Ég er á stað núna þar sem ég er umkringdur fólki með sama hugarfar og ég veit að ég er fær um að hjálpa öðrum að sjá möguleika sína sem og styrkleika.

Svo, ef þú ert tilbúin/n til að lifa þínu besta lífi og faðma innri rokkstjörnu þína,
komdu í
FRÍAN prufutíma, því ég er tilbúinn að hjálpa þér að taka líf þitt
á næsta stig, eitt markmið í einu.

Mitt Hugskot
þar sem þínir draumar
eru mín markmkið!