![](https://images.squarespace-cdn.com/content/v1/65a6e895511e5c4d6755344d/1718131487195-BQ51UVNUL8PBVJ18TIB7/image-asset.jpeg)
Undirbúningur fyrir markþjálfasamtal
Til að ná árangri þarf að skoða endamarkmið og drauma sína!
Leyfðu þér aðeins að dagdreyma: Eftir samtal með markþjálfa sem gengur ótrúlega vel og þú værir á leiðinni heim og hugleiða samtalið, svo kemur þú heim og segðir við einhvern náinn þér “þetta var virkilega öflugt samtal vegna þess að núna”
Hvernig viltu klára þessa setningu?
Hugleiddu þessa spurningu fyrir þér
fyrir fyrsta markþjálfa samtalið með mér.
Uppgötvaðu þína sönnu möguleika:
Lifðu lífinu sem þú þér er ætlað að lifa. Settu þér skýr markmið og aðlagaðu þau að grunngildum þínum og draumum.
Nýttu styrkleika þína til fulls:
Lærðu að hámarka styrkleika þína og lærðu um veikleika þína og tryggðu að þeir haldi aldrei aftur af þér.
Fáðu skýrleika og tilgang:
Náðu skýrari sýn á hver þú ert og hver þú þráir að verða, til að taka öruggar, skýrar og markvissar ákvarðanir.
![](https://images.squarespace-cdn.com/content/v1/65a6e895511e5c4d6755344d/1718549804517-N0Q98C5XF65FA6V8LIR5/image-asset.jpeg)
"Hvað sem hugur mannsins getur hugsað og trúað, getur hann náð."
- Napoleon Hill
HVað er markþjálfun
og hvað er hún ekki.
Samtalið á að vera í þínum höndum, þú átt að ákveða umræðuefnið! Þegar þú kemur í markþjálfasamtal er mikilvægt að hafa það í huga að samtalið kemur til með að snúast um þig og það sem þú vilt að verði að þínum veruleika. Góður markþjálfi heldur þér við efnið og hjálpar þér að skoða möguleika og hvernig þú getur yfirstigið þær hindranir á veginum sem kunna að vera. Hann hjálpar þér að vinna með þá styrkleika sem þú hefur sem eru oftast mun fleiri en þú gerir þér grein fyrir í fyrstu. Hann hjálpar þér líka að vinna með hugskekkjur, þegar raunveruleiki þinn er mögulega annar en sá sem þú hefur talið þér trú um.
Í markþjálfasamtali er mikilvægt að báðir aðilar taki hlutverki sínu alvarlega. Þar er stiginn dans í takti trúnaðar þar sem markþeganum gefst rými til að leggja spilin á borðið og spá í framtíðina og hvernig hann getur spilað best úr því sem hann hefur. Þetta trúnaðarsamband er lykilforsenda fyrir því að árangur náist.
Hjá Mitt hugskot er samtal okkar algjörlega sniðið að þínum þörfum, og þú stjórnar ferðini í átt að þínum sanna veruleika og draumum. Þú ákveður umræðuefnið, því þetta er þitt samtal, ég er bara hér til að aðstoða þig við að skoða styrkleika þina, meta veikleiga þína til að þú getir verið besta útgáfan af þér.
Hvað er markþjálfun.
Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná árangri og auka skilvirkni.
Markþjálfun er fyrir fólk sem vill ná árangri og auka skilvirkni.
Markþjálfun er aðferðafræði sem er til þess fallin að hjálpa fólki að öðlast skýrari framtíðarsýn
Markþjálfun opnar augu fólks fyrir því hvernig það getur nýtt styrkleika sína til að raungera eigin sýn.
Hvað er markþjálfun EKKI
Markþjálfi tekur EKKI af fólki ábyrgð með því að gefa ráð.
Markþjálfi tekur EKKI afstöðu eða myndar sér skoðun á því málefni sem rætt er hverju sinni.
Markþjálfi vinnur EKKI í tlfinningadrifinni fortíð.
Markþjálfi er EKKI kennari eða mentor.
Markþjálfi velur EKKI umræðuefni.
Markþjálfun er samræðuferli þar sem vitundarsköpun
markþegans opnar á nýjar lausnir og tækifæri.
![](https://images.squarespace-cdn.com/content/v1/65a6e895511e5c4d6755344d/83588832-e25c-480a-8a8a-d3109b082745/Untitled+design.png)
"Hvað sem hugur mannsins
getur hugsað og trúað, getur hann náð."
- Napoleon Hill
Fáðu nánari upplýsinar
Ekki hika við að hafa samband ef þú ert með spurningar eða vilt nánari upplýsingar. Einning er hægt að bóka kynningarfynd FRÍTT bæð gegnum myndsamtal eða í persónu.